Erdogan sniðgengur franskar vörur

ERLENT  | 27. október | 5:57 
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hvetur landa sína til að sniðganga allan varning frá Frakklandi í ljósi hertra aðgerða gegn róttækum íslamistum þar í landi.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hvetur landa sína til að sniðganga allan varning frá Frakklandi í ljósi hertra aðgerða gegn róttækum íslamistum þar í landi.

Erdogan hefur gagnrýnt forseta Frakklands, Emmanuel Macron, fyrir að heita því að vernda veraldleg gildi í landinu. Þessi ummæli Frakklandsforseta komu í kjölfar dauða fransks kennara sem myrtur var fyrir að sýna skopmynd af Múhameð spámanni í kennslustund sinni.

Frakkland „mun ekki gefa skopmyndirnar sínar upp á bátinn,“ sagði Macron fyrr í vikunni.

Allar myndskreytingar og teikningar af Múhameð spámanni eru almennt álitnar bannaðar af fylgjendum íslam, og eru móðgandi gagnvart mörgum múslimum. En í Frakklandi er svokölluð veraldarstefna ríkisins, þ.e. aðskilnaður ríkis og trúarbragða, mikilvægt þjóðareinkenni.

Það að hamla tjáningarfrelsi til að vernda tilfinningar eins tiltekins samfélags grefur undan samheldni þjóðarinnar, segir franska ríkið.

Frétt BBC um málið. 

Þættir