Eldsvoði í Rimahverfi

INNLENT  | 26. október | 20:35 
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á níunda tímanum í kvöld vegna eldsvoða í Stararima í Grafarvogi.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á níunda tímanum í kvöld vegna eldsvoða í Stararima í Grafarvogi.

Eldur kom upp í einbýlishúsi og lagði töluverðan reyk frá.

Búið er að ráða niðurlögum eldsins. Kona, íbúi í húsinu, var flutt á slysadeild til skoðunar. 

 

Of snemmt er að segja eitthvað til um eldsupptök en unnið er að því að reykræsta húsið. Miklar skemmdir urðu á því.

Myndbandið er birt með góðfúslegu leyfi Gunnars Jóns Kristinssonar. 

 

 

 

Þættir