„Við megum ekki gefast upp“

ERLENT  | 27. október | 8:40 
Tedros Adhanom, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), varaði við því í gær að það væri hættulegt ef ríki ætluðu sér að hætta að stjórna faraldrinum. Adhanom hvatti heimsbyggðina til að gefast ekki upp.

Tedros Adhanom, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), varaði við því í gær að það væri hættulegt ef ríki ætluðu sér að hætta að stjórna faraldrinum. Adhanom hvatti heimsbyggðina til að gefast ekki upp.

Hann viðurkenndi að eftir margra mánaða baráttu við kórónuveiruna, sem hefur tekið meira en 1,1 milljón mannslífa á heimsvísu, væri ákveðin farsóttarþreyta farin að segja til sín.

„Þetta er erfitt og þreytan er raunveruleg,“ sagði Tedros í rafrænu ávarpi. „En við megum ekki gefast upp,“ bætti hann við og hvatti leiðtoga til að leita jafnvægis í aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins.

„Þegar leiðtogar bregðast hratt við er mögulegt að halda veirunni niðri.“

Frétt af mbl.is

Frakkar búast við 100.000 smitum daglega

Um helgina sagði starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, að yfirvöld í Bandaríkjunum legðu nú áherslu á að finna meðferð við Covid-19 frekar en að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við ætlum ekki að stjórna faraldrinum,“ sagði Meadow í sjónvarpsviðtali við CNN.

Daglegum dauðsföllum vegna Covid-19 hefur fjölgað nokkuð í Bandaríkjunum og er fjöldi þeirra nú 10% meiri að meðaltali síðustu tvær vikur en hann var áður. 

Víðar geisar faraldurinn en Frakkar mega búast við 100.000 daglegum smitum og verða harðari aðgerðir sem miða að því að stöðva útbreiðslu hans kynntar síðar í vikunni.

Þýskaland sagt við það að missa tökin

Ríkisstjórn Tékklands fyrirskipaði harðari aðgerðir á dögunum, þar á meðal útgöngubann frá klukkan níu á kvöldin. 

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sögð hafa varað kollega sína við því að Þýskaland sé við það að missa tökin á baráttunni gegn kórónuveirunni.

Gjörgæslurými í Belgíu eru við það að fyllast og er útlitið svart ef smitum heldur áfram að fjölga eins og gerst hefur undanfarið. 

Lifandi streymi Guardian um veiruna á heimsvísu

Þættir