Hörkugóðar æfingar fyrir rassvöðva

SMARTLAND  | 28. október | 7:00 
Næstu vikur taka mbl.is og Hreyfing höndum saman og koma með líkamsræktina heim í stofu í tíu þáttum þar sem farið er yfir fjölbreyttar æfingar sem hægt er að gera heima. Í þætti dagsins sýnir Anna Eiríksdóttir góðar styrkjandi æfingar sem einblína á rass- og lærvöðva.

Næstu vikur taka mbl.is og Hreyfing höndum saman og koma með líkamsræktina heim í stofu. Alls verða tíu þættir sýndir á mbl.is þar sem farið er yfir fjölbreyttar æfingar sem hægt er að gera heima. Í þætti dagsins sýnir Anna Eiríksdóttir góðar styrkjandi æfingar sem einblína á rass- og lærvöðva.

Nýr þáttur verður frumsýndur á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum. Þjálfarar Hreyfingar leiða áhugasama í gegnum fjölbreyttar æfingar sem eru sérstaklega samsettar til að þjálfa helstu vöðvahópa líkamans, bæta vellíðan og auka þol.

Meðal æfinga eru styrktaræfingar, jóga, dans, hugleiðsla, teygjur, þolæfingar og pílates. Í fyrsta þættinum sýnir Anna Eiríksdóttir rass- og lærvöðvaæfingar þar sem unnið er rólega með eigin líkamsþyngd. Einföld en árangursrík æfing sem gott er að gera 2-3x í viku. Hleðsla og Floridana eru einnig styrktaraðilar þáttanna.

Þættina má finna á forsíðu mbl.is og á slóðinni www.mbl.is/heimahreyfing.

Þættir