Dagleg smit nálgast 100.000 á Englandi

ERLENT  | 29. október | 7:57 
Tæplega 100.000 manns smitast af kórónuveirunni á hverjum degi á Englandi að því er fram kemur í nýrri rannsókn.

Tæplega 100.000 manns smitast af kórónuveirunni á hverjum degi á Englandi að því er fram kemur í nýrri rannsókn. Rannsóknin sem er unnin við Imperial College í London segir í frétt BBC að faraldurinn breiðist nú hraðar ú en áður.  Áætlaður fjöldi smita tvöfaldist á níu dögum. Þetta kemur fram í frétt BBC

Höfundar skýrslunnar segja stöðuna vera tvísýna og eitthvað verði að breytast. Bæði frönsk og þýsk yfirvöld hafa ákveðið að skella meira og minna öllu í lás til þess að reyna að ná stjórn á faraldrinum. Í Bretlandi sé enn miðað við svæðisskiptingu þegar kemur að lokunum. 

Frá og með morgundeginum mega Frakkar aðeins fara að heiman sinni þeir mikilvægum störfum sem ekki er hægt að sinna heiman frá eða til þess að fara til læknis.

Aðgerðirnar eru heldur mildari í Þýskalandi en þar taka nýjar reglur gildi á mánudag. Þar verður veitingastöðum, börum, kaffihúsum, líkamsræktarstöðvum og leikhúsum lokað.

Í báðum ríkjum mega börn áfram stunda skóla en kennsla á háskólastigi verður rafræn.

Ítarlega var fjallað um þetta á mbl.is í gær

Frétt

Frétt

Þættir