Sjáðu Sleipni á Langjökli

FERÐALÖG  | 29. október | 14:37 
Jöklarútan Sleipnir brunar á allt að 60 km/klst hraða uppi á Langjökli. Fréttastofa AFP fjallaði á dögunum um jöklarútuna.

Jöklarútan Sleipnir brunar á allt að 60 km/klst hraða uppi á Langjökli. Fréttastofa AFP fjallaði á dögunum um jöklarútuna. 

Sleipnir er 15 metra langur og er með átta hjól líkt og Sleipnir, hestur Óðins, var með átta fætur í goðafræðinni. 

Ofan af Langjökli, sem stendur í um 1.450 metra hæð yfir sjávarmáli, er einstaklega fallegt útsýni en þaðan má meðal annars sjá Ok, fyrsta jökulinn til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga.

Þættir