Lengi eldað grátt silfur saman

ÍÞRÓTTIR  | 29. október | 15:48 
Manchester United tekur á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn kemur á Old Trafford í Manchester.

Manchester United tekur á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn kemur á Old Trafford í Manchester.

United er með sjö stig í fimmtánda sæti deildarinnar eftir fyrstu fimm leiki sína en Arsenal er í ellefta sætinu með níu stig eftir sex spilaða leiki.

Liðin hafa lengi elt grátt silfur saman enda tvö af sigursælustu liðum enska boltans.

United var með yfirhöndina lengi vel en það breyttist þegar Arséne Wenger tók við stjórnartaumunum hjá Arsenal árið 1996.

United hefur hins vegar haft ágætis tak á Arsenal á undanförnum árum. United varð síðast meistari árið 2013 en Arsenal vann síðast ensku úrvalsdeildina árið 2004.

Þættir