Starfsfólkið er lykillinn

VIÐSKIPTI  | 2. nóvember | 16:53 
Starfsfólkið er lykillinn að velgengni hjá fyrirtækinu Kælitækni sem hefur um áratugaskeið veitt sérhæfða þjónustu á sviði kælingar og frystingar. Haukur Njálsson framkvæmdastjóri segir að stefnan sé hiklaust sett á að stækka fyrirtækið.

Starfsfólkið er lykillinn að velgengni hjá fyrirtækinu Kælitækni sem hefur um áratugaskeið veitt sérhæfða þjónustu á sviði kælingar og frystingar. Haukur Njálsson framkvæmdastjóri segir að stefnan sé hiklaust sett á að stækka reksturinn hjá Kælitækni sem er eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum Creditinfo.

Í myndskeiðinu er innlit í fyrirtækið sem er til húsa í Rauðagerði í Reykjavík.

Hjá Kælitækni eru um 20 starfsmenn og reksturinn skiptist í tvennt. Annars vegar sölu á búnaði og svo er það þjónustuhlutinn sem er veigamikill þáttur í starfseminni. Þar segir Haukur mannvalið vera lykilatriði. „Þekkingin er náttúrlega það dýrasta sem við eigum. Að geta búið til þau kerfi sem nýtast inn í framtíðina,“ segir Haukur en fyrirtækið sér stórum hluta fyrirtækja á matvælamarkaði fyrir kælingarkerfum.

Í samstarfi við Creditinfo sýnir mbl.is nú heimsóknir í nokkur Framúrskarandi fyrirtæki og nú þegar hafa heimsóknir í FriðheimaStoð, Garðheima, Vörð og Völku verið birt­ar.

Þættir