Víðir og Alma sýna magnaða danstakta

BÖRN  | 5. nóvember | 17:47 
Alma Möller landlæknir og Víðir Þórólfsson lögregluþjónn dönsuðu fyrir Duchenne-samtökin en Hulda Björk Svandsdóttir, móðir Ægis Þórs, dansar með syni sínum alla föstudaga. Eins og sést á þessu myndbandi eru danstaktarnir mjög flottir hjá þessum tveimur úr þríeykinu.

Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sýndu mjög góða danstakta þegar þau dönsuðu fyrir átakið „Dansað fyrir Duchenne“. Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn en hún leggur mikið á sig til þess að auka vitund fólks um sjúkdóminn. Upp á síðkastið hafa Hulda Björk og Ægir Þór dansað með ýmsum stórmennum eins og til dæmis Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. 

„Ég segi oft í þessum myndböndum að dansinn geri allt betra,“ segir Hulda Björk Svansdóttir. 

https://www.mbl.is/born/frettir/2020/08/28/forsaetisradherra_for_a_kostum/

Alma og Víðir, Hulda Björk og Ægir Þór dönsuðu við lagið Happy með Pharrell Williams sem er einn mesti stuðsmellur sem út hefur komið í poppheiminum. Ef þig langar að setja þig í spor þeirra geturðu ýtt á play hér fyrir neðan og hækkað vel! Þú munt komast í einstakt partístuð og lundin léttast um meira en helming. 

  

Þættir