Manchester United á ekki að spila svona

ÍÞRÓTTIR  | 8. nóvember | 22:45 
Manchester United vann kærkominn sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina, 3:1, á Goodison Park. Þeir Scott McTominay og Fred spiluðu saman á miðjunni hjá United og hefur liðinu iðulega gengið betur þegar þeir tveir spila saman.

Manchester United vann kærkominn sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina, 3:1, á Goodison Park. Þeir Scott McTominay og Fred spiluðu saman á miðjunni hjá United og hefur liðinu iðulega gengið betur þegar þeir tveir spila saman.

Tómas Þór Þórðarson fór yfir frammistöðu þeirra tveggja og United-liðsins í þættinum Vellinum á Símanum Sport en hann var að ræða við þau Margréti Láru Viðarsdóttur og Bjarna Þór Viðarsson.

Bjarni telur að lið eins og Manchester United eigi ekki að spila með því markmiði að vernda ákveðna leikmenn, en liðið hefur þótt brothætt í varnarleik sínum undanfarið.

https://www.mbl.is/sport/enski/2020/11/07/morkin_fernandes_med_syningu_gegn_everton/

Þættir