Hafa forðast það að taka lán

VIÐSKIPTI  | 9. nóvember | 17:05 
„Við byrjuðum algjörlega skuldlausir, gátum leigt húsnæði, keypt skrifborð og allt sem þurfti. Þannig að við höfum ekkert verið að taka lán,“ segir Eyjólfur Ingimarsson, framkvæmdastjóri hjá Héðni Schindler-lyftum, um reksturinn. 25 milljónir hafi verið í hlutafé við stofnun árið 1989.

„Við byrjuðum algjörlega skuldlausir, gátum leigt húsnæði, keypt skrifborð og allt sem þurfti. Þannig að við höfum ekkert verið að taka lán,“ segir Eyjólfur Ingimarsson, framkvæmdastjóri hjá Héðni Schindler-lyftum, um reksturinn. 25 milljónir hafi verið í hlutafé við stofnun árið 1989 sem var heilmikil upphæð í þá daga. Þessi hugsunarháttur hafi verið lykillinn að framúrskarandi rekstri fyrirtækisins í gegnum tíðina.

Reksturinn byggist alfarið á sölu og þjónustu á Schindler-lyftum og fyrirtækið er að meirihluta í svissneskri eigu en þaðan koma allar áherslur í rekstrinum, hvort sem um er að ræða markaðsmál eða ráðstöfun fjármuna. Starfsmenn eru nú 27 talsins en Eyjólfur á jafnvel von á að þeim muni fjölga á næstunni enda sé töluvert líf í byggingariðnaði. 

Í sam­starfi við Cred­it­in­fo sýn­ir mbl.is nú heim­sókn­ir í nokk­ur Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki og nú þegar hafa heim­sókn­ir í KælitækniFriðheimaStoð, Garðheima, Vörð og Völku verið birt­ar.

Þættir