Svisslendingar hvattir á skíði

FERÐALÖG  | 19. nóvember | 10:02 
Svisslendingar eru nú hvattir til að drífa sig á skíði til að bjarga skíðavertíðinni. Skíðasvæði í Sviss lentu illa í því í fyrstu bylgju kórónuveirunnar í vor en nú hafa verið teknar upp strangar sóttvarnareglur á svæðunum.

Svisslendingar eru nú hvattir til að drífa sig á skíði til að bjarga skíðavertíðinni. Skíðasvæði í Sviss lentu illa í því í fyrstu bylgju kórónuveirunnar í vor en nú hafa verið teknar upp strangar sóttvarnareglur á svæðunum. 

„Það er grímuskylda alls staðar nema í brekkunum til þess að við getum notið útivistarinnar,“ sagði Didier Defago ólympíumeistari í viðtali við AFP. 

Skíðasvæði í Sviss hafa mörg hver náð að laga sig vel að heimsfaraldrinum og eru opin þrátt fyrir að veitingastaðir séu lokaðir.

„Covid er ömurlegt en að fara á skíði á morgnana, það er frábært. Mér finnst ég öruggur,“ sagði Ludovic Guigoz skíðamaður við AFP áður en hann renndi sér af stað.

Þættir