Útgöngubann og neyðarleyfi

ERLENT  | 20. nóvember | 8:35 
Verið er að herða sóttvarnareglur víða í Bandaríkjunum og á morgun verður útgöngubann sett á í Kaliforníu að næturlagi. Lyfjafyrirtækið Pfizer og samstarfsaðili þess, BioNTech, undirbúa nú umsókn um neyðarleyfi til þess að geta dreift bóluefni við Covid-19.

Verið er að herða sóttvarnareglur víða í Bandaríkjunum og á morgun verður útgöngubann sett á í Kaliforníu að næturlagi. Lyfjafyrirtækið Pfizer og samstarfsaðili þess, BioNTech, undirbúa nú umsókn um neyðarleyfi til þess að geta dreift bóluefni við Covid-19.

Yfirvöld í mörgum ríkjum Bandaríkjanna hvetja íbúa til þess ferðast í kringum þakkargjörðarhátíðina í næstu viku en alls létust 2.200 af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í fyrradag. Dauðsföllin hafa ekki verið jafn mörg á einum sólarhring þar síðan í maí.

Von er á að umsókn Pfizer og BioNTech berist matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna í dag. Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að umsóknin yrði lögð inn í dag og staðfestir það sem forráðamenn fyrirtækjanna tveggja hafa sagt. 

Evrópusambandið gæti jafnframt samþykkt bóluefnið sem og bóluefni Moderna fyrir lok desember að sögn forseta framkvæmdastjórnar ESB, Ursulu von der Leyen.

Einhverjir óttast að jafnvel sé farið of geyst varðandi framleiðslu bóluefna og viðraði sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Anthony Fauci, þessar efasemdir í gær. Að gæta yrði vel að öllu öryggi. 

Vegna mikillar fjölgunar smita í Bandaríkjunum hafa landsmenn verið beðnir um að halda sig heima aðra helgi. Ekki sé um fyrirskipun að ræða heldur tilmæli. 

Í gær var skólum lokað í New York-borg og hefur það áhrif á 1,1 milljón námsmanna. Aftur á móti eru líkamsræktarstöðvar og barir opin. Í Kaliforníu verður útgöngubann frá klukkan 22 til 5 að morgni. 

Þættir