Tilþrifin: Jóhann Berg áberandi í fyrsta sigrinum

ÍÞRÓTTIR  | 23. nóvember | 20:11 
Jóhann Berg Guðmundsson kom talsvert við sögu í fyrsta sigurleik Burnley á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Jóhann Berg Guðmundsson kom talsvert við sögu í fyrsta sigurleik Burnley á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Burnley lagði Crystal Palace að velli á heimavelli í dag, 1:0. Chris Wood skoraði sigurmarkið strax á 8. mínútu.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley og átti þátt í markinu, en það kom eftir að varnarmenn Crystal Palace náðu ekki að koma boltanum í burtu eftir fyrirgjöf Jóhanns. Hann komst næst því að bæta við marki hjá Burnley en hann skaut í slá í seinni hálfleik. 

Markið og sláarskot Jóhanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir