Nikkei fylgir Dow

VIÐSKIPTI  | 25. nóvember | 8:01 
Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu hafa hækkað í morgun í kjölfar hækkunar á Wall Street í gærkvöldi.

Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu hafa hækkað í morgun í kjölfar hækkunar á Wall Street í gærkvöldi.

Nikkei hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,5% í dag en fyrr í dag hafði vísitalan hækkað mun meira. Ástæðan fyrir því að það dró úr gleði fjárfesta var ákvörðun yfirvalda um að herða sóttvarnareglur. Ákveðið hefur verið að veitingastöðum sem selja áfengi í Tókýó verði gert að loka klukkan 22 þangað til um miðjan desember þar sem Covid-19 smitum er að fjölga í borginni.

Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í fyrsta skipti yfir 30 þúsund stig í gær þar sem fjárfestar eru orðnir sannfærðir um að forsetaskipti geti farið fram með eðlilegum hætti í næsta mánuði þrátt fyrir afneitun Trumps á því að hann hafi tapað kosningunum. 

 

Þættir