Föst í níu mánuði í Belgíu

FERÐALÖG  | 26. nóvember | 14:19 
Starfslið Zavatelli-farandssirkussins hefur verið fast í Belgíu síðastliðna níu mánuði. Sirkusinn, sem vanalega ferðast á milli borga og bæja í Belgíu og Frakklandi árið um kring, hefur ekki fengið leyfi til að ferðast með sýninguna vegna kórónuveirunnar.

Starfslið Zavatelli-farandssirkussins hefur verið fast í Belgíu síðastliðna níu mánuði. Sirkusinn, sem vanalega ferðast á milli borga og bæja í Belgíu og Frakklandi árið um kring, hefur ekki fengið leyfi til að ferðast með sýninguna vegna kórónuveirunnar. 

Sirkusstjórinn Simon Dubois segir að róðurinn sé farinn að þyngjast. Þau hafi átt sparnað en nú sé lítið eftir. Alls vinna 25 manns í sirkusnum og eru þau með 60 dýr sem þarf að gefa að éta á hverjum degi.

„Bara það að kaupa mat handa dýrunum kostar okkur 500 evrur á viku, það er rosalega mikið. Við höfum lent í vandræðum áður, en aldrei svona,“ sagði Dubois.

Þættir