„Við fundum glufur“

ÍÞRÓTTIR  | 26. nóvember | 18:57 
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var ánægður með hvernig íslenska liðið fann lausnir gegn Lúxemborg í forkeppni HM í dag.

Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var ánægður með hvernig íslenska liðið fann lausnir gegn Lúxemborg í forkeppni HM í dag. 

Fjórtán 

Eftir að hafa verið undir 38:34 að loknum fyrri hálfleik tók íslenska liðið völdin í síðari hálfleik og vann 90:76. 

„Mjög flottur leikur og við fundum góðan ryðma í seinni hálfleik sem snéri leiknum svolítið okkur í hag. Við fundum betri lausnir bæði varnarlega og sóknarlega. Hvernig við ættum að sækja á þá og hvernig við ættum að verjast,“ sagði Hörður meðal annars og hann sagði eðlilegt að tekið hafi smá tíma að finna taktinn. Bæði sem lið en einnig fyrir leikmenn sem hvorki hafa getað æft með liði eða spilað leiki í margar vikur. 

Viðtalið við Hörð í heild sinni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en hann skoraði 9 stig í leiknum. 

Þættir