„Get ekki ímyndað mér hvernig þeim leið“

ÍÞRÓTTIR  | 26. nóvember | 21:45 
Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig þegar Ísland vann Lúxemborg í forkeppni HM 2023 í körfuknattleik en leikið var í Slóvakíu.

Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig þegar Ísland vann Lúxemborg í forkeppni HM 2023 í körfuknattleik en leikið var í Slóvakíu. 

„Við byrjuðum svolítið hægt og fórum lengi í gang. Í seinni hálfleik náðum við að finna takt og keyrðum þá eiginlega í kaf,“ sagði Elvar meðal annars um leikinn. 

Fjórtán

Elvar leikur í Litháen um þessar mundir og hefur fengið stórt hluverk. Þeir leikmenn í hópnum sem hins vegar leika með íslenskum liðum hafa ekki getað æft með félagsliðum í margar vikur og hvað þá spilað leiki vegna sóttvarnaraðgerða. 

„Mér fannst ég sjálfur vera ryðgaður að koma inn í nýtt hlutverk og nýtt kerfi. Ég get því ekki ímyndað mér hvernig þeim leið að koma inn í jafn hátt tempó og var spilað í dag,“ sagði Elvar en viðtalið við hann í heild sinni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

Þættir