Skíðasvæði opnuð en hótel lokuð

ERLENT  | 2. desember | 13:29 
Ríkisstjórn Austurríkis tilkynnti í dag að skíðasvæðin verði opnuð á nýjan leik á aðfangadag en hótel verði lokuð áfram yfir hátíðarnar. Aftur á móti eru skíðasvæðin lokuð í Frakklandi fram á næsta ár.

Ríkisstjórn Austurríkis tilkynnti í dag að skíðasvæðin verði opnuð á nýjan leik á aðfangadag en hótel verði lokuð áfram yfir hátíðarnar. 

Kanslari Austurríkis,SebastianKurz, kynnti nýjar sóttvarnareglur í landinu en verið er að draga úr þeim hömlum sem þar hafa ríkt. „Frá og með 24. desember er heimilt að stunda íþróttir utandyra, svo sem skíðamennsku, að nýju.Þannig getur austurríska þjóðin haft möguleika á að iðja íþróttir um hátíðarnar,“ sagði Kurz á blaðamannafundi í dag.

 

Allt hefur verið meira og minna lokað í Austurríki undanfarnar vikur en nú í vikunni er verið að aflétta einhverjum hömlum. Aftur á móti verða hótel lokuð fram á nýtt ár og verða ekki opnuð fyrr en í fyrsta lagi 7. janúar.

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, greindi frá því í gær að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að landsmenn fari til nágrannaríkjanna á skíði yfir jól og áramót. Skíðasvæði eru lokuð í Frakklandi þangað til í janúar vegna Covid-19 en í Sviss er þegar búið að opna skíðasvæðin. Meðal annars verður eftirlit á landamærum aukið og fólk sent í viku sóttkví hafi það verið á skíðum. 

Stjórnendur skíðasvæða í Frakklandi eru afar ósáttir við ákvörðun yfirvalda enda spurning um hvort svæðin lifi einfaldlega af að vera lokuð yfir hátíðarnar þar sem um fjórðungur árstekna þeirra kemur inn á þeim tíma.

Þættir