Jóhann Berg: Kannski neglir maður sér í þjálfaraúlpuna

ÍÞRÓTTIR  | 4. desember | 10:16 
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er að koma til baka eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni undanfarnar vikur.

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er að koma til baka eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni undanfarnar vikur.

Jóhann Berg gekk til liðs við Burnley frá Charlton sumarið 2016 og var lykilmaður fyrstu tvö tímabil sín hjá Burnley en hann hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin ár.

Sóknarmaðurinn, sem er þrítugur að aldri, ræddi tíma sinn og meiðslavandræðin við Bjarna Þór Viðarsson á Símanum Sport á dögunum.

„Markmiðið var alltaf að spila í ensku úrvalsdeildinni en að ná 100 leikjum var kannski ekki alveg það sem maður var að hugsa um á þeim tíma,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Bjarna Þór.

„Ég er gríðarlega stoltur af þessum árangri og eins og hefur sýnt sig þá eru ekki margir sem ná þessum árangri. Ég er búinn að vera að basla smá með meiðsli en þessi sigur gegn Crystal Palace um síðustu helgi var afar mikilvægur, sérstaklega fyrir okkur, enda fyrsti sigur tímabilsins. Frammistaðan gegn City var hins vegar ekki nægilega góð og við erum allir meðvitaðir um það.“

Jóhann Berg hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin tvö tímabil, en hann hefur aðeins byrjað þrjá leiki á tímbilinu til þessa og þá byrjaði hann sex leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

„Líkaminn er í góðu lagi núna en þetta hefur verið svona stopp og svo start hjá mér. Þetta er að mörgu leyti erfiðara en þessi langtímameiðsli því maður veit aldrei í hversu langan tíma maður verður frá. Það er virkilega erfitt og hefur verið erfitt líkamlega og andlega fyrir mig. Það er hins vegar ekkert annað að gera en að halda áfram. Ég æfi á hverjum degi og vonandi mun ég fá fleiri mínútur á næstu vikum og mánuðum,“ sagði Jóhann meðal annars.

Þættir