Jóhann Berg og Gylfi mætast (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 5. desember | 8:59 
Margir áhugaverðir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og á morgun en Íslendingar mætast til að mynda í Burnley.

Margir áhugaverðir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og á morgun en Íslendingar mætast til að mynda í Burnley. 

Í fyrsta leik helgarinnar klukkan 12:30 mætast Burnley og Everton, lið þeirra Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Burnley þarf að taka við sér á næstunni ef ekki á illa að fara í vetur því liðið hefur byrjað tímabilið illa. 

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, fær sitt gamla lið Manchester United í heimsókn seinni partinn og í kvöld gæti orðið verulega fjörugur leikur þegar Chelsea tekur á móti Leeds. 

Áhugaverðasta viðureign helgarinnar í huga flestra er grannaslagur Tottenham og Arsenal á morgun klukkan 16:30. 

Mikið verður um að vera um helgina á Símanum Sport og mun Robbie Keane segja áhorfendum á Íslandi skoðanir sínar á leik Arsenal og Tottenham.

Þættir