Fjórar hetjur sem breyttust í skúrka (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 5. desember | 23:17 
Mikill rígur er á milli ensku úrvalsdeildarfélaganna Tottenham og Arsenal enda nágrannar í Norður-Lundúnum. Verða leikmenn sem spiluðu með öðru liðinu því miklir skúrkar ef þeir ganga í raðir hins liðsins.

Mikill rígur er á milli ensku úrvalsdeildarfélaganna Tottenham og Arsenal enda nágrannar í Norður-Lundúnum. Verða leikmenn sem spiluðu með öðru liðinu því miklir skúrkar ef þeir ganga í raðir hins liðsins.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fjóra leikmenn sem léku með öðru liðinu en gengu svo í raðir hins liðsins í Norður-Lundúnum.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Sol Campbell, Emmanuel Adebayor, William Gallas og David Bentley.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. Leikur Tottenham og Arsenal sem hefst klukkan 16:30 verður sýndur beint á stöðinni.

Þættir