Mörkin: Belginn í aðalhlutverki

ÍÞRÓTTIR  | 5. desember | 17:18 
Belginn Kevin De Bruyne var í aðalhlutverki er Manchester City lagði Fulham að velli, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Belginn Kevin De Bruyne var í aðalhlutverki er Manchester City lagði Fulham að velli, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

De Bruyne lagði upp fyrra markið áður en hann skoraði það seinna sjálfur úr víti á 26. mínútu. Hann komst svo næst því að skora þriðja mark leiksins í seinni hálfleik en negldi boltanum í slána. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir