Þriðja efnið komi fljótlega

INNLENT  | 12. janúar | 11:12 
Starfsmenn Distica í Garðabæ tóku í morgun við 1.200 skömmtum af bóluefninu sem lyfjafyrirtækið Moderna þróaði. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri er bjartsýn á að ekki muni líða á löngu þar til bóluefni Astrazeneca berist til landsins, en það er í flýtimati hjá lyfjastofnun Evrópu.

Starfsmenn Distica í Garðabæ tóku í morgun við 1.200 skömmtum af bóluefninu sem lyfjafyrirtækið Moderna þróaði. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri er bjartsýn á að ekki muni líða á löngu þar til bóluefni Astrazeneca berist til landsins, en það er í flýtimati hjá lyfjastofnun Evrópu. 

mbl.is ræddi við Júlíu Rós þegar efnið kom í hús í morgun og viðtalið má sjá í myndskeiðinu. Hún segir meðhöndlun efnisins vera afar svipaða og Pfizer-bóluefnisins þegar það er komið til landsins en efnið frá Moderna er flutt við minna frost en Pfizer-efnið.

RÚV greinir frá því að 500 skammtar af efninu fari til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalinn fái 700 skammta fyrir starfsfólk í framlínustörfum en þetta var ekki alveg ljóst þegar rætt var við Júlíu Rós í morgun.

Ferðalag Moderna-bólu­efn­is­ins hófst á Spáni þar sem fram­leiðslan fer fram en send­ing­in kemur til Íslands í fyrra­málið úr vöru­húsi í Belg­íu þar sem efn­inu er pakkað og hýs­ing fer fram. Því næst fer send­ing­in í flug til Íslands þar sem starfs­fólk sem hef­ur verið sérþjálfað til lyfja­flutn­inga tek­ur við kefl­inu.

Lyfja­stofn­un hef­ur sett upp sér­staka síðu með upp­lýs­ing­um um bólu­efnið og virkni þess. En helsta virkni þess felst í að örva ónæmis­kerfi lík­am­ans með því að fá lík­amann til að fram­leiða mót­efni gegn veirunni sem veld­ur Covid-19. Í því eru efni sem kall­ast mót­andi ríbósa­kjarnsýrur sem senda skila­boð sem frum­ur lík­am­ans geta notað til að fram­leiða gadda­pró­tínið sem er einnig á veirunni. Frum­urn­ar mynda síðan mót­efni gegn gadda­pró­tín­inu til að berj­ast gegn veirunni.

Efn­inu er dælt í tveim­ur 0,5 ml skömmt­um í upp­hand­leggsvöðva. Ráðlagt er að seinni skammt­ur­inn sé gef­inn 28 dög­um eft­ir þann fyrri.

Þættir