Mun Spánverjinn ráða úrslitum í stórleiknum?

ÍÞRÓTTIR  | 15. janúar | 19:08 
Spánverjinn Thiago Alcantara hefur lítið getað spilað með Liverpool á leiktíðinni vegna meiðsla og kórónuveirusmits en hann kom til Englandsmeistaranna frá Evrópumeisturum Bayern München fyrir leiktíðina.

Spánverjinn Thiago Alcantara hefur lítið getað spilað með Liverpool á leiktíðinni vegna meiðsla og kórónuveirusmits en hann kom til Englandsmeistaranna frá Evrópumeisturum Bayern München fyrir leiktíðina.

Miðjumaðurinn hefur aðeins leikið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en landi hans Gaizka Mendieta er afar hrifinn af leikmanninum eins og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði.

Thiago verður væntanlega í eldlínunni þegar Liverpool og Manchester United eigast við á Anfield á morgun klukkan 16:30.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Símanum sport og þá verður hann einnig í beinni textalýsingu á mbl.is.  

Þættir