Þrumufleygur sem aldrei gleymist (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 13. janúar | 22:56 
Norðmaðurinn John Arne Rise skoraði eitt fallegasta mark sem sést hefur á Anfield þegar Liverpool tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í nóvember 2001.

Norðmaðurinn John Arne Rise skoraði eitt fallegasta mark sem sést hefur á Anfield þegar Liverpool tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í nóvember 2001.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Liverpool en Rise skoraði annað mark Liverpool beint úr aukaspyrnu.

Michael Owen hafði komið Liverpool yfir snemma leik en David Beckham tókst að minnka muninn fyrir United í 2:1.

Owen innsiglaði hins vegar sigur Liverpool í síðari hálfleik eftir slæm mistök Fabien Barthez í marki United og lokatölur 3:1 á Anfield.

Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn kemur og verður leikurinn sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir