Engin hætta á að honum verði vikið frá

ERLENT  | 13. janúar | 8:25 
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir enga hættu á að ríkisstjórn hans muni víkja honum frá störfum í krafti ákvæðis 25. viðauka stjórnarskrárinnar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir enga hættu á að ríkisstjórn hans muni víkja honum frá störfum í krafti ákvæðis 25. viðauka stjórnarskrárinnar.

„25. viðaukinn felur í sér enga áhættu fyrir mig,“ sagði forsetinn rétt í þessu í ávarpi í Alamo í Texas, þar sem hann vísaði til tilrauna demókrata til að þrýsta á varaforsetann Mike Pence um að virkja ákvæðið.

Þá varaði hann við því, án þess þó að skýra það neitt frekar, að viðaukinn myndi ásækja verðandi forsetann Joe Biden og ríkisstjórn hans.

Þættir