Mörkin: Glæsilegt aukaspyrnumark í stórsigri City

ÍÞRÓTTIR  | 17. janúar | 21:42 
Raheem Sterling gulltryggði 4:0-sigur Manchester City gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Raheem Sterling gulltryggði 4:0-sigur Manchester City gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. 

Varnarmaðurinn John Stones skoraði tvö mörk fyrir City og Ilkay Gundogan skoraði eitt mark. City fór upp í annað sæti með sigrinum en Palace er í þrettánda sæti. 

Öll mörkin og önnur tilþrif leiksins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

Þættir