Fauci: Breytingin ákveðinn léttir

ERLENT  | 22. janúar | 8:01 
Anthony Fauci, sóttvarnalæknir og helsti ráðgjafi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden þegar kemur að Covid-19, segir það ákveðinn létti að geta einbeitt sér að vísindum án þess að óttast eftirköst.

Anthony Fauci, sóttvarnalæknir og helsti ráðgjafi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden þegar kemur að Covid-19, segir það ákveðinn létti að geta einbeitt sér að vísindum án þess að óttast eftirköst. Hann var á blaðamannafundi forstans í gær þar sem fram kom að yfir 408 þúsund hefðu látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. 

Hann vildi ekki bera forsetana tvo saman þegar eftir því var leitað á fundinum en sagði að ljóst sé að gagnsæi muni ráða för núna. Ef hlutirnir fara illa þá verði ekki bent á einhvern sökudólg heldur reynt að laga það sem miður fer og allt verði byggt á vísindum og staðreyndum. 

Vísaði Fauci í það sem hafði verið sagt á sínum tíma varðandi hydroxychloroquine og aðra hluti á fundi Trumps. Sagði Fauci að þetta hefði verið verulega óþægilegt þar sem þetta byggði ekki á vísindum. 

Frétt

 

Þættir