Keflavík sýndi okkur að við erum ekki tilbúnir

ÍÞRÓTTIR  | 7. febrúar | 22:06 
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var þungur á brún eftir stórtap í Keflavík í kvöld í Dominos-deild karla.
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var þungur á brún eftir stórtap í Keflavík í kvöld í Dominos-deild karla. 
Baldur sagði sína menn einfaldlega ekki hafa verið nægilega vel stemmda og að þriðji leikhluti hafi verið þeim afar dýrkeyptur þegar öllu var á botninn hvolft. En þó væri það sambland af mörgum þáttum sem upp á vantar hjá Tindastóli. 
Baldur sagði sína menn ekki hafa gert nægilega vel til að stoppa það besta sem Keflavík hefur upp á á bjóða og að Keflvíkingar séu einfaldlega komnir töluvert lengra með sinn leik heldur en Tindastóll.

Viðtalið við Baldur má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að ofan.

Þættir