Rós í hnappagat Controlant

INNLENT  | 9. febrúar | 11:46 
Heppnaðar afhendingar á Pfizer-bóluefninu eru nærri 99,99% að sögn Albert Bourla, forstjóra fyrirtækisins, í samtali við Fortune. Segir hann að meðal helstu áhyggjuefna fyrirtækisins eftir þróun bóluefnisins hafi verið hvort hægt væri að tryggja afhendingu þess. Íslenska fyrirtækið Controlant sér um gæðaeftirlit við flutning á bóluefninu.

Heppnaðar afhendingar á Pfizer-bóluefninu eru nærri 99,99% að sögn Albert Bourla, forstjóra fyrirtækisins, í samtali við Fortune. Segir hann að meðal helstu áhyggjuefna fyrirtækisins eftir þróun bóluefnisins hafi verið hvort hægt væri að tryggja afhendingu þess. Íslenska fyrirtækið Controlant sér um gæðaeftirlit við flutning á bóluefninu. 

Control­ant þróar og fram­leiðir hug- og vél­búnað sem mæl­ir meðal ann­ars raka, hita­stig og staðsetn­ingu og send­ir frá sér raun­tíma­upp­lýs­ing­ar sem hægt er að fylgj­ast með til að tryggja gæði á viðkvæm­um vör­um. Eins og fram hefur komið sér fyrirtækið um gæðaeftirlit við flutning og afhendingu bóluefnis Pfizer. 

Halda þarf bóluefni frá Pfizer í miklu frosti í flutningum áður en það er hitað fyrir notkun. Hjá fyrirtækinu starfa 130 starfsmenn. Til viðbót­ar er svo tals­verður fjöldi sem vinn­ur í teym­um víða um heim til að fylgj­ast með vökt­un­um í raun­tíma, svo­kölluð stjórn­stöðvarvökt­un.

 

Þættir