„Ég gat aldrei gert neitt um helgar“

SMARTLAND  | 16. febrúar | 10:07 
Hann er vissulega einn allra besti sonur Kópavogs og Borgarfjarðar en einhvern veginn gerðist það nú samt að Rúrik Gíslason varð grjótharður Fljótsdalshéraðsmaður þegar Útsvar var og hét, hans uppáhaldssjónvarpsþáttur.

Hann er vissulega einn allra besti sonur Kópavogs og Borgarfjarðar en einhvern veginn gerðist það nú samt að Rúrik Gíslason varð grjótharður Fljótsdalshéraðsmaður þegar Útsvar var og hét, hans uppáhaldssjónvarpsþáttur. 

Rúrik er næsti gestur Loga Bergmanns í nýrri þáttaröð af Með Loga í Sjónvarpi Símans og fer þar með honum yfir átökin í lok knattspyrnuferilsins, drauminn sem varð að veruleika, hvernig það er að takast svo á við ný hlutverk í lífinu, frægðina og þessar stórmerkilegu Útsvarsstaðreyndir líka. 

Þátturinn kemur í Sjónvarp Símans Premium á fimmtudaginn og verður í opinni og línulegri dagskrá þann sama dag kl. 20.00.

Þættir