Beinagrind af 15 ára stúlku finnst á Snæfellsnesi

FÓLKIÐ  | 16. febrúar | 11:41 
Þegar beina­grind ung­lings­stúlku finnst á Snæfellsnesi er fund­ur­inn fljót­lega tengd­ur við hvarf fimmtán ára gam­all­ar stúlku árið 1995. Þegar farið er að garfa í mál­inu þurfa þrjár upp­komn­ar vin­kon­ur að horf­ast í augu við drauga fortíðar.

Það mun engum leiðast um páskana því þá kemur öll þáttaröðin af Systraböndum inn á Sjónvarp Símans Premium. Um er að ræða nýja íslenska leikna þáttaröð sem leikstýrt er af Silju Hauksdóttur og framleidd af Sagafilm. 

Þegar beina­grind ung­lings­stúlku finnst á Snæfellsnesi er fund­ur­inn fljót­lega tengd­ur við hvarf fimmtán ára gam­all­ar stúlku árið 1995. Þegar farið er að garfa í mál­inu þurfa þrjár upp­komn­ar vin­kon­ur að horf­ast í augu við drauga fortíðar. 

Þættirnir eru skrifaðir af Björgu Magnúsdóttur, Jóhanni Ævari Grímssyni, Silju Hauksdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Ilmur Kristjánsdóttir fer með aðalhlutverk ásamt Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur, Lilju Nótt Þórarinsdóttur og Halldóru Geirharðsdóttur.  

 

Þættir