Fárviðri og mikill kuldi í Bandaríkjunum

ERLENT  | 19. febrúar | 14:54 
Spáð er að mikinn vetrarstorm, sem riðið hefur yfir miðríki og austurströnd Bandaríkjanna, muni lægja í dag en storminum fylgir nístingskuldi sem hefur m.a. orðið til þess að rafmagnslaust varð í Texas auk þess sem vatnsleiðslur fóru að gefa sig.

Spáð er að mikinn vetrarstorm, sem riðið hefur yfir miðríki og austurströnd Bandaríkjanna, muni lægja í dag en storminum fylgir nístingskuldi sem hefur m.a. orðið til þess að rafmagnslaust varð í Texas auk þess sem vatnsleiðslur fóru að gefa sig. Myndband frá fréttastofu AFP sýnir hvernig fárviðrið hefur gert íbúum miðríkjanna og austurstrandarinnar erfitt fyrir.

Búist var við 10 til 15 stiga frosti í Texas í dag og um helgina en sömuleiðis er áfram spáð mikilli snjókomu á stormsvæðunum, á norðausturströnd Bandaríkjanna og Nýja-Englandi, að því er Verðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út. Þó virðist mesta fárviðrið hafa gengið yfir.

Vegna snjókomu í New York hefur þurft að fresta yfir 200 flugferðum, sem olli því að bólusetningarstöðvar gátu ekki opnað fyrir starfsemi enda bárust bóluefnaskammtar ekki í tæka tíð með flugi. 

 

 

 

Þættir