Gylfi: Fréttir af eldvarnarkerfinu á rökum reistar

ÍÞRÓTTIR  | 26. febrúar | 9:53 
Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hjá Everton unnu grannaslaginn gegn Liverpool á dögunum í ensku úrvalsdeildinni en það hafði ekki gerst á Anfield í meira en tvo áratugi.

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hjá Everton unnu grannaslaginn gegn Liverpool á dögunum í ensku úrvalsdeildinni en það hafði ekki gerst á Anfield í meira en tvo áratugi.

Nóttin fyrir leikinn byrjaði hins vegar ekki of vel fyrir leikmenn Everton en þeir hrukku margir hverjir upp af værum blundi þegar eldvarnarkerfi á hótelinu, þar sem Everton-liðið dvaldi um nóttina, fór í gang klukkan eitt með tilheyrandi hávaða.

Gylfi segir í meðfylgjandi viðtali við Símann Sport að lætin hafi staðið í liðlega 40 mínútur þótt enginn væri eldurinn. Menn hafi vaknað þreyttir og pirraðir.

Fjölmiðlar fjölluðu um málið um síðustu helgi en einhverjir veltu fyrir sér hvort stuðningsmenn Liverpool hefðu átt hlut að máli.

Þættir