Hoddle: Fernandes spilaði ekki vel

ÍÞRÓTTIR  | 28. febrúar | 19:22 
Glenn Hoddle ræddi við þá Loga Bergmann og Eið Smára Guðjohnsen á Vellinum á Símanum Sport eftir að Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Glenn Hoddle ræddi við þá Loga Bergmann og Eið Smára Guðjohnsen á Vellinum á Símanum Sport eftir að Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

„Bæði lið stöðvuðu hvort annað. N'Golo Kanté kom í veg fyrir að Bruno Fernandes gæti spilað vel og það var leikur United í hnotskurn að enginn annar kom í hans stað til að skapa eitthvað,“ sagði Hoddle um leikinn. „Þegar Fernandes spilar ekki vel, þá gerist ekkert, það er vandamál United,“ bætti hann við.

https://www.mbl.is/sport/enski/2021/02/28/markalaust_i_storslagnum/

Þá fannst Hoddle, sem var á sínum tíma leikmaður og síðar knattspyrnustjóri Chelsea, sitt gamla félag ekki skapa mikið heldur. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir