Atvikið: Átti United að fá vítaspyrnu?

ÍÞRÓTTIR  | 28. febrúar | 20:02 
Chel­sea og Manchester United gerðu marka­laust jafn­tefli í stór­slag helgar­inn­ar í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag en gríðarlega umdeilt atvik setti svip sinn á leikinn.

Chel­sea og Manchester United gerðu marka­laust jafn­tefli í stór­slag helgar­inn­ar í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag en gríðarlega umdeilt atvik setti svip sinn á leikinn.

Leik­menn United vildu fá dæmda víta­spyrnu á Call­um Hudson-Odoi, sem virt­ist sann­ar­lega hand­leika knött­inn inni í eigin vítateig, en eft­ir að hafa skoðað at­vikið í VAR-skján­um ákvað Stu­art Attwell dóm­ari að dæma ekk­ert. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, var allt annað en sáttur en atvikið og fleiri tilþrif leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.

 

Þættir