Klopp: Margir búnir að afskrifa okkur

ÍÞRÓTTIR  | 28. febrúar | 22:14 
„Margir eru búnir að afskrifa okkur og það er í góðu lagi,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir að lærisveinar hans unnu 2:0-sigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Margir eru búnir að afskrifa okkur og það er í góðu lagi,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir að lærisveinar hans unnu 2:0-sigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Englandsmeistararnir voru búnir að tapa fjórum deildarleikjum í röð fyrir sigurinn í kvöld. „Það er undir okkur sjálfum komið að sýna að við erum enn hérna. Við þurfum að vinna fótboltaleiki, ég hugsa ekki um neitt annað,“ bætti Þjóðverjinn við en viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir