Gylfi: Fáránlegt að dæma víti á þetta

ÍÞRÓTTIR  | 28. febrúar | 22:28 
„Þetta er algjört óviljaverk og það er ekkert að gerast þarna,“ sagði Gylfi Einarsson um vítaspyrnuatvikið í stórleik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

„Þetta er algjört óviljaverk og það er ekkert að gerast þarna,“ sagði Gylfi Einarsson um vítaspyrnuatvikið í stórleik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

„Það hefði verið fáránlegt að dæma víti á þetta,“ bætti Gylfi við í samræðum við þá Tómas Þórð Þórðarson og Bjarna Þór Viðarsson í Vellinum á Símanum Sport í kvöld. Bjarni var ekki sammála honum: „Samkvæmt reglunum er þetta víti, Hudson-Odoi er bara óheppinn og klaufalegur,“ sagði hann.

Þá virðist dómarinn hafa látið furðuleg ummæli falla ef marka má viðtal við Luke Shaw, leikmann United, eftir leik en allt þetta má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir