Mun varkárari en Norðmenn í eldinu

200  | 1. mars | 10:35 
Heiðrún Lind Marteinsdóttir hjá SFS og Haraldur Eiríksson, stjórnarmaður í IWF og AST, takast á um opið sjókvíaeldi hér við land í nýjum þætti Dagmála.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir hjá SFS og Haraldur Eiríksson, stjórnarmaður í IWF og AST, takast á um opið sjókvíaeldi hér við land í nýjum þætti Dagmála. Heiðrún Lind benti á að íslensk fyrirtæki búi við reglur sem geri það að verkum að við séum mun varkárari en frændur okkar Norðmenn.

Haraldur sagði óumdeilt að þetta væri mengandi iðnaður og stefndi stofnum laxa og silunga í hættu. Hann sagði ótækt að yfirfæra reglur Norðmanna um norskan fisk í eldi í Noregi yfir á íslenskar aðstæður. Þá benti hann á að fyrirtækin hefðu svikið það loforð að nota ekki lúsaeitur. Þrjú slík tilvik eru staðfest.

Þáttinn í heild má sjá hér.

Þættir