Mörkin: Fjögur mörk og 21 sigur í röð

ÍÞRÓTTIR  | 2. mars | 22:37 
Manchester City skoraði fjögur mörk er liðið vann sinn 21. sigur í röð í öllum keppnum í kvöld. Topplið ensku úrvalsdeildarinnar mætti þá Wolves og urðu lokatölur 4:1.

Manchester City skoraði fjögur mörk er liðið vann sinn 21. sigur í röð í öllum keppnum í kvöld. Topplið ensku úrvalsdeildarinnar mætti þá Wolves og urðu lokatölur 4:1. 

Gabriel Jesus skoraði tvö mörk, Riyad Mahrez eitt og eitt markanna var sjálfsmark. Conor Coady jafnaði fyrir Wolves í seinni hálfleik, en það dugði skammt fyrir Wolves. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir