Aldrei gengið betur en í heimsfaraldrinum

FERÐALÖG  | 4. mars | 13:08 
Vín-„paradísin“ í Hemel en Aarde-dalnum í Suður-Afríku hefur aldrei verið í meiri blóma en núna. Í heimsfaraldrinum hefur orðspor vínbændanna í dalnum orðið enn betra og einstök vín þeirra hafa aldrei selst betur.

Vín-„paradísin“ í Hemel en Aarde-dalnum í Suður-Afríku hefur aldrei verið í meiri blóma en núna. Í heimsfaraldrinum hefur orðspor vínbændanna í dalnum orðið enn betra og einstök vín þeirra hafa aldrei selst betur.

Suðurafrísku vínbændurnir reyna ekki að þykjast vera eitthvað annað en þeir eru og reyna ekki að láta vín sín bragðast eins og vín sem gerð eru hjá stærstu vínframleiðendum í Evrópu. 

Þess í stað leyfa þeir suðurafrískum áhrifum að njóta sín. „Við erum hvorki nýi heimurinn né gamli heimurinn. Við erum ekki að reyna að vera Burgundí, við erum líkari „pinot noir“-stílnum frekar en Nýja-Sjálandi eða Oregon, sem eru sætari og með meiri ávaxtakeim,“ sagði Emul Ross, 35 ára vínbóndi.

Yfirmaður hans, Anthony Hamilton Russell, keypti 52 hektara land snemma á 10. áratug síðustu aldar og hefur síðan þá unnið í vínbransanum. 

Þættir