Virðast hafa klúðrað bólusetningum

VIÐSKIPTI  | 3. mars | 12:44 
Steinn Logi Björnsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, segir að íslensk ferðaþjónusta eigi að geta rétt hratt úr kútnum ef bólusetningu miðar hratt áfram. Það eigi ekki síst við um stöðu mála á helstu mörkuðum erlendis. Steinn Logi er gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum.

Steinn Logi Björnsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, segir að íslensk ferðaþjónusta eigi að geta rétt hratt úr kútnum ef bólusetningu miðar hratt áfram. Það eigi ekki síst við um stöðu mála á helstu mörkuðum erlendis.

Hins vegar skipti einnig máli hvernig takist til hér heima og svo virðist sem illa hafi verið haldið á þeim málum af hálfu stjórnvalda síðustu mánuði.

„Aðalmálið er hvenær við getum opnað okkar landamæri, hvenær opna Schengen-landamærin og kannski ekki síst hvenær við verðum bólusett, hvenær við verðum tilbúin. Það virðist vera einhvern veginn algjört klúður hér á landi í þessum málum. Maður óttast að helstu markaðir verði „ready“ en við ekki „ready“,“ segir Steinn Logi um málið.

Steinn Logi er gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum.

Þátturinn er opinn öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

Þættir