Rooney og Agüero markahæstir í borgarslagnum (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 4. mars | 11:07 
Wayne Rooney og Sergio Agüero eru markahæstir í Manchester-borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni, báðir með 8 mörk.

Wayne Rooney og Sergio Agüero eru markahæstir í Manchester-borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni, báðir með 8 mörk.

Næstkomandi sunnudag tekur Manchester City á móti Manchester United í stórslag helgarinnar í deildinni.

Rígurinn í borgarslagnum hefur aukist undanfarinn áratug eftir að City fór að gera sig gildandi í toppbaráttunni. Síðan United vann deildina síðast árið 2013 hefur City unnið hana þrisvar sinnum og stefnir hraðbyri í átt að þeim fjórða og sínum fimmta úrvalsdeildartitli alls.

Rooney og Agüero skoruðu reglulega í viðureignum liðanna þennan undanfarna áratug en skammt á eftir þeim kemur Eric Cantona, sem skoraði sjö mörk í aðeins sex leikjum á 10. áratug síðustu aldar.

Í meðfylgjandi myndskeiði er farið yfir markahæstu leikmenn borgarslagsins og fjöldi glæsilegra marka þeirra rifjuð upp.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport klukkan 16.30 á sunnudaginn kemur.

Þættir