Vill verða sá sem vinnur flesta titla (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 4. mars | 12:25 
Phil Foden hefur átt frábært tímabil fyrir meistaraefnin í Manchester City. Eftir að hafa verið mestmegnis á varamannabekknum en þó spilað talsvert undanfarin tímabil hefur hann fest sig í sessi sem lykilmaður á þessu tímabili.

Phil Foden hefur átt frábært tímabil fyrir meistaraefnin í Manchester City. Eftir að hafa verið mestmegnis á varamannabekknum en þó spilað talsvert undanfarin tímabil hefur hann fest sig í sessi sem lykilmaður á þessu tímabili.

Foden, sem er tvítugur enskur landsliðsmaður, spilar yfirleitt sem sóknarsinnaður miðjumaður eða kantmaður, og hefur skorað 11 mörk í 33 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Hann er uppalinn hjá City og kveðst hæstánægður með að fá að spila fyrir uppeldisfélagið.

Foden segist ekkert hugsa sér til hreyfings og vonast til þess að verða sá leikmaður sem vinnur flesta titla í sögu City.

Viðtalið við Foden í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Manchester City tekur á móti Manchester United í í uppgjöri tveggja efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Leikurinn hefst klukkan 16.30 og verður í beinni útsendingu á Símanum Sport.

Þættir