Scholes: Alltaf pressa að vinna borgarslaginn (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 5. mars | 9:52 
Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir borgarslaginn við Manchester City alltaf hafa verið mikilvægan þótt hann hafi ekki verið jafn stór í árdaga úrvalsdeildarinnar og hann er núna.

Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir borgarslaginn við Manchester City alltaf hafa verið mikilvægan þótt hann hafi ekki verið jafn stór í árdaga úrvalsdeildarinnar og hann er núna.

Hann segir að þó getumunurinn hafi verið talsvert mikill á liðunum, sérstaklega á 10. áratug síðustu aldar, þegar United vann hvern titilinn á fætur öðrum og City barðist í neðri hluta deildarinnar, hafi ávallt verið pressa til staðar um að vinna borgarslaginn.

Í meðfylgjandi myndskeiði fer Scholes yfir sögu slagsins í ensku úrvalsdeildinni, en á síðari hluta ferils hans í deildinni varð hann vitni að því þegar City fór úr því að vera miðlungslið í að verða Englandsmeistarar.

 

Þættir