Byrjar á að heimsækja barnabörnin

INNLENT  | 4. mars | 11:25 
Það stóð ekki á svörunum þegar Páll Pétursson var spurður að því hvað yrði hans fyrsta verk þegar bóluefni Pfizer yrði byrjað að virka á hann. „Heimsækja barnabörnin,“ sagði hann án umhugsunar. Páll fékk sprautuna í gær og var mjög sáttur við tegund bóluefnisins sem fólk velti töluvert fyrir sér.

Það stóð ekki á svörunum þegar Páll Pétursson var spurður að því hvað yrði hans fyrsta verk þegar bóluefni Pfizer yrði byrjað að virka á hann. „Heimsækja barnabörnin,“ sagði hann án umhugsunar. Páll fékk sprautuna í gær og var mjög sáttur við tegund bóluefnisins sem fólk velti töluvert fyrir sér.

mbl.is var í Laugardalshöllinni í gær þegar fólk á níræðisaldri streymdi í bólusetningu en ríflega 3.000 skammtar voru gefnir þá og á þriðjudag og á morgun föstudag er gert ráð fyrir að um 2.000 skammtar verði gefnir fólki sem starfar í heilbrigðisþjónustu.

Þættir