Björguðu feðgum frá drukknun

ERLENT  | 5. mars | 10:03 
Landamæraverðir í Arizona björguðu lífi tveggja ára gamals drengs og föður hans sem lentu í vandræðum í Salinity-skurðinum á mánudagskvöldið.

Landamæraverðir í Arizona björguðu lífi tveggja ára gamals drengs og föður hans sem lentu í vandræðum í Salinity-skurðinum á mánudagskvöldið. 

Faðirinn, sem er 23 ára gamall, lagðist til sunds í skurðinum með son sinn ólaðan við bakið en lenti fljótlega í straumi sem greip þá með sér. Það voru þjóðvarðliðar sem sáu til þeirra í eftirlitsmyndakerfinu og sendu strax hjálparbeiðni til þyrlusveitar landamæralögreglunnar sem var á þessum slóðum. Var þyrlu sveitarinnar lent við skurðinn eftir að faðirinn hafði ekki náð að grípa línu sem kastað var úr þyrlunni til hans. Fleiri reyndu að koma feðgunum til aðstoðar án árangurs enda mikill og þungur straumur í skurðinum. 

Einn landamæravarðanna afklæddist og stökk út i skurðinn og náði að bjarga barninu úr skurðinum með aðstoð fólks á bakkanum. Eins tókst að bjarga föður drengsins á þurrt land og voru þeir fluttir á sjúkrahús. 

Þættir