Svanhildur Jakobs segir ekki nei

FÓLKIÐ  | 5. mars | 10:40 
Segja má að Svanhildur Jakobsdóttir hafi komið, sungið og sigrað í Hlöðunni síðasta laugardag. Hún hefur lítið sungið opinberlega síðustu misseri en á síðustu öld var hún ein vinsælasta söngkona landsins í áratugi.

Segja má að Svanhildur Jakobsdóttir hafi komið, sungið og sigrað í Hlöðunni síðasta laugardag. Hún hefur lítið sungið opinberlega síðustu misseri en á síðustu öld var hún ein vinsælasta söngkona landsins í áratugi. Barna- og jólaplötur hennar eru einhverjar þær vinsælustu sem framleiddar hafa verið á Íslandi og þá eiga framlög hennar og Sextetts Ólafs Gauks sér stóran sess í hjörtum þjóðarinnar. Svanhildur sem er komin á níræðisaldur var eins og táningur í Hlöðunni og gefur ekkert eftir en hún söng nokkur af þeim lögum sem hún var hvað þekktust fyrir eins og „Segðu ekki nei“.

Þættir