Upplifði mikinn meðbyr sem kona á Hlíðarenda

ÍÞRÓTTIR  | 22. mars | 15:14 
„Það var fylgst mjög vel með okkur og við fengum frábæran stuðning alltaf,“ sagði Ágústa Edda Björnsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handknattleik og núverandi Íslandsmeistari í hjólreiðum, um Valsliðið sem hún lék með frá 2003 til ársins 2012 í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Það var fylgst mjög vel með okkur og við fengum frábæran stuðning alltaf,“ sagði Ágústa Edda Björnsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handknattleik og núverandi Íslandsmeistari í hjólreiðum, um Valsliðið sem hún lék með frá 2003 til ársins 2012 í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ágústa Edda varð þrívegis Íslandsmeistari með Val, 2010, 2011 og 2012, en hún gekk til liðs við félagið þegar hún sneri heim úr atvinnumennsku á Spáni.

„Stelpurnar í fótboltanum höfðu verið sigursælar og það sem mér fannst svo gaman við að vera í Val var meðbyrinn sem maður fann fyrir sem kvenmaður í íþróttum,“ sagði Ágústa.

„Við vorum alveg jafn hátt skrifaðar og karlarnir og það var búið að vinna mjög markvisst að því innan félagsins að gera okkur alveg jafn hátt undir höfði og strákunum,“ bætti Ágústa við.

Viðtalið við Ágústu Eddu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir